Ari Gabríel stækkar og stækkar með hverjum deginum!

Við stitjum hérna þrjú í fínu vestrænu verslunarmiðstöðinni  í Lima með einn af valdamestu mönnum heims hinu meginn við götuna. Ari er ekki mikið að kippa sér upp við það heldur er allaf jafn góður og blíður og leikur sér dótið sitt, með glitrandi jólaljós í sólinni.

Ég er nú ekki búin að þekkja hann lengi en ég sé hann verða mannalegri með hverjum deginum sem líður og hann er farinn að taka vel eftir hlutum í kringum sig og vill koma við allt saman! Hann vill helst hafa einhvern í kringum sig til að leika við og það öllum stundum og finnst ekkert skemmtilegra en að spjalla, sama hvort það er á íslensku eða spænsku:) Hann hefur alla í kringum sig í hendi sér og er ekki lengi að fá það sem hann vill með nokkrum skríkjum. Hann er ótrúlega duglegur að dunda sér og eins ég sagði hérna að ofan þá er hann mikið að skoða allt saman. Hann horfir mikið á hendurnar á sér og getur skoðað hendurnar á öðrum svo tímunum skiptir. Honum finnst gaman að spila á píanóið með afa sínum en bregður þá alltaf svoldið í brún þegar það heyrist hljóð rétt við puttana á honum. 

Hann er ótrúlega góður strákur sem að er gaman að fylgjast með vaxa og dafna. Þar sem að Milena er ekki alveg skrifandi á íslensku þá tók ég það í mínar hendur að skrifa smá á meðan að ég er hérna en hún biður ótrúlega vel að heilsa öllum heima á Íslandi.

Bestu kveðjur frá Perú!

Ragnheiður Sylvía


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ari Gabríel Matthíasson

Höfundur

Ari Gabríel Matthíasson
Ari Gabríel Matthíasson

Nýjustu myndir

  • aricover2
  • ariwalk
  • arisuit
  • arichicco
  • aricover

Nýjustu myndböndin

P4260217

P5080413

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband